Everton hefur neitað því að fá sóknarmanninn Richarlison til baka en þetta kemur fram í frétt frá Sun á Englandi.
Richarlison gæti vel verið á förum frá Tottenham í sumarglugganum en Everton var víst boðið að fá Brassann fyrir 20 milljónir punda á dögunum.
David Moyes, stjóri Everton, hefur ekki áhuga á Richarlison sem var mjög góður hjá félaginu áður en hann samdi við Tottenham.
Talið er að nýr stjóri Tottenham, Thomas Frank, ætli ekki að nota leikmanninn næsta vetur og er félagið að reyna að selja sem fyrst.
Richarlison kostaði 50 milljónir punda árið 2022 en hann hefur aðeins skorað 16 mörk í 70 leikjum í deild eftir komuna til London.
Ljóst er að hann mun ekki spila með Everton í vetur en Tottenham mun halda áfram að leita að öðrum valkostum.