fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson er genginn í raðir Selfoss á nýjan leik en hann undirritaði samning við knattspyrnudeild Selfoss sem gildir út tímabil 2027.

Jón þarf ekki að kynna fyrir neinum en hann hefur leikið sem atvinnumaður í knattspyrnu frá árinu 2012 þegar hann var keyptur til norska liðsins Viking FK frá Selfossi. Árið 2016 gekk hann í raðir þýska félagsins Kaiserslautern áður en hann fluttist til Englands þar sem hann hefur verið frá árinu 2016. Þar lék hann með Wolves, Reading, Milwall, Bolton, Wrexham og nú síðast Burton Albion.

Jón Daði á að baki glæstan landsliðsferil en hann hefur leikið 64 leiki fyrir A-landslið Íslands auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Hann skoraði eftirminnilega ansi mikilvægt mark fyrir Ísland á Stade de France gegn Austurríki á EM 2016 í 2-1 sigri þegar liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins.

Jón er Selfyssingur og lék upp alla yngri flokka með félaginu. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokknum sumarið 2008. Hann lék síðan stórt hlutverk í liðinu tímabilið 2010 þegar liðið spilaði í fyrsta skipti í efstu deild, þá Pepsi-deild karla. Sömu sögu var að segja sumarið 2012 þegar liðið spilaði einnig í efstu deild.

Hann fær leikheimild með Selfoss þann 17.júlí þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz