Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Á morgun mætir íslenska kvennalandsliðið því finnska í fyrsta leik á EM í Sviss. Leikurinn fer fram á fremur litlum en flottum leikvangi í Thun.
Um er að ræða fyrsta leik mótsins, en formlegur opnunarleikur er á milli heimakvenna í Sviss og Noregs, sem einnig eru í riðli Íslands, klukkan 19 annað kvöld, þremur tímum eftir að leikur Íslands hefst.
Miðað við þær upplýsingar sem 433.is hefur fengið er svo gott sem uppselt á leikvanginn. Hann tekur um 10 þúsund manns, en þar af aðeins 7600 í almenn sæti. Þá verða um 1100 Íslendingar á leikvanginum, miðað við sömu upplýsingar.