Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það er alveg óhætt að segja að það sé andi í íslenska landsliðshópnum, sem mætir Finnlandi í fyrsta leik EM á morgun. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er ein skærasta stjarna liðsins og ræddi hún við 433.is í gær.
„Okkar markmið er að fara upp úr riðlinum, sama hvernig við gerum það. Finnarnir eru með frábært lið og við þurfum að eiga hrikalega góðan dag til að fá þrjú stig,“ sagði hún.
„Við erum mjög svipaðar. Þær halda meira í boltann en við en við erum kannski með fleiri X-factora. Heilt yfir erum við svipaðar og þetta verður hörkuleikur.“
Karólína segir að íslenski hópurinn sé afar samheldin, sem hjálpi liðinu bæði innan vallar sem utan.
„Hópurinn er geggjaður og við erum allar bestu vinkonur, við erum ekkert að ljúga því þegar við segjum það. Við erum búnar að spila saman í dágóðan tíma svo vonandi fer þetta allt vel.“
Nánar er rætt við Karólínu í spilaranum.