Lögreglan á Englandi hefur ákært fyrrum leikmann og goðsögn Manchester United, Paul Ince, fyrir það að keyra undir áhrifum áfengis.
Þetta kemur fram í Daily Mail en hann þarf að mæta fyrir framan dómara næsta föstudag og fær þar að útskýra mál sitt.
Ince keyrði svarta Range Rover bifreið sína og lenti í árekstri undir áhrifum áfengis en atvikið átti sér stað á laugardag.
Sem betur fer þá slasaðist enginn í þessu tilfelli en Ince er í dag knattspyrnuþjálfari og var síðast hjá Reading 2023.
Um er að ræða mjög þekktan einstakling en hann lék yfir 200 deildarleiki fyrir United og þá 53 landsleiki fyrir England.
Hann er 57 ára gamall í dag og þarf líklega að borga háa sekt ásamt því að missa bílprófið í allt að ár.