Það virðist hreint ekki útilokað að Liverpool muni láta til skara skríða og reyna að klófesta Alexander Isak framherja Newcastle.
Fjallað er um málið af Graeme Bailey blaðamanni sem sérhæfir sig í Liverpool fréttum og starfar hjá The Kop.
Bailey segir að Liverpool sé svo sannarlega að skoða málefni Isak en málið velti á því hvort hann hafni nýjum samningi hjá Newcastle.
Newcastle er tilbúið að gera sænska framherjann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins.
„Newcastle er tilbúið að borga meira en félagið hefur áður ætlað sér, Liverpool fylgist náið með og þetta kemur í ljós fljótlega,“ segir Graeme Bailey.
„Liverpool er á tánum, miðað við það sem ég heyri þá telja þeir sig eiga góðan möguleika á að fá hann.“
„Á meðan hann skrifar ekki undir nýjan samning fylgist Liverpool með.“
Graeme Bailey segir að Liverpool gæti fengið Isak á um 120 milljónir punda ef hann hafnar nýjum samningi hjá Newcastle.