Fyrrum undrabarnið Charly Musonda hefur lagt skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall en hann hefur sjálfur staðfest þær fregnir.
Musonda er nafn sem einhverjir kannast við en hann kom til Chelsea árið 2012 og var hjá félaginu til 2022.
Musonda spilaði aðeins þrjá deildarleiki fyrir Chelsea á þeim tíma en stóð sig vel á láni hjá Real Betis 2016-2017.
Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning leikmannsins sem spilaði síðast í Kýpur með liði Anorthosis þar í landi.
Musonda virðist átta sig á því að hann muni aldrei ná sér að fullu af meiðslunum og mun vegna þess ekki snúa aftur á völlinn.