Arsenal er að skoða kaup á Noni Madueke kantmanni Chelsea, það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu.
Hann segir ekkert tilboð hafi verið lagt fram en að Arsenal sé hrifið af enska kantmanninum.
Madueke fær mögulega færri tækifæri hjá Chelsea á komandi leiktíð eftir að félagið fest kaup á Joao Pedro og Jamie Gittens.
Fyrir er Chelsea með nokkuð marga sóknarmenn og búist við að félagið sé tilbúið að selja einhverja af þeim.
Madueke kom til Chelsea árið 2023 frá PSV í Hollandi og hefur átt ágæta spretti í bláu treyjunni.
🔴⚪️⤵️ Noni Madueke remains one of the names on Arsenal shortlist. No bids or proposals so far. https://t.co/FQgcu4Io4l
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2025