Sergio Canales, leikmaður Monterrey í Mexíkó, segir að hann og hans menn séu ekki stressaðir fyrir leik gegn Dortmund í nótt.
Um er að ræða leik í 16-liða úrslitum HM félagsliða en Monterrey spilar í Mexíkó og er alls ekki sigurstranglegra liðið fyrir leik.
Canales er vongóður og hefur trú á sínum mönnum sem hafa komið þónokkrum á óvart á mótinu hingað til.
,,Við höfum sannað það að við getum keppt við hvaða lið sem er og allt liðið trúir því,“ sagði Canales.
,,Við þurfum að mæta rólegir og einbeittir til leiks og átta okkur á því að smáatriðin munu skipta öllu máli.“