Jack Wilshere hefur fengið þau skilaboð frá Norwich að hann haldi ekki starfi sínum sem stjóri liðsins.
Wilshere var aðstoðarþjálfari liðsins í upphafi tímabils en tók svo tímabundið við liðinu undir lok tímabils.
Norwich sótti Wilshere frá Arsenal síðasta sumar þar sem hann var að þjálfa yngri lið félagsins.
Wilshere hefur hins vegar fengið þau skilaboð frá Norwich að hann haldi ekki áfram sem stjóri liðsins.
Óvíst er hvort Wilshere haldi áfram í aðstoðarþjálfarastöðu en það ætti að koma í ljós á næstu vikum.