Xabi Alonso ætlar að taka tilboði Real Madrid og taka við sem stjóri liðsins um leið og Carlo Ancelotti hættir.
Ancelotti mun láta af störfum í sumar og vill Alonso taka við sínum gamla félagi.
Fabrizio Romano segir að Bayer Leverkusen sé byrjað að leita að arftaka hans til að taka við.
Alonso hefur gert mjög vel með Leverkusen en fær nú tækifæri til að taka við einu stærsta félagi í heimi.
Alonso átti góða tíma sem leikmaður Real Madrid og hafði átt sér þann draum að þjálfa liðið.
🚨⚪️ Xabi Alonso, prepared to say yes to Real Madrid and then complete his move as soon as the exit process with Ancelotti will be finalised.
Bayer are accelerating the process to find a new head coach with talks to progress as they’re now expecting Xabi to leave. pic.twitter.com/jYqcIdEaew
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 9, 2025