fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Wenger segir Trent ekki segja satt – Útskýrir hvernig Real Madrid gerir hlutina þegar þeir vilja stórstjörnu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger fyrrum stjóri Arsenal segir það af og frá að Trent Alexander-Arnold hafi nýlega tekið þá ákvörðun að fara til Real Madrid.

Hann segir frá því hvernig Real Madrid gengur til verks þegar þeir vilja fá leikmann sem kostar sitt.

„Þetta sýnir bara hvernig leikurinn er að breytast, það er ekkert kaupverð fyrir stóru leikmennina. Þeir klára samningana því launin eru svo gríðarleg,“ sagði Wenger.

GettyImages

„Real Madrid byrjar þegar tvö ár eru eftir af samningi, segjast vilja kaupa þig og bjóða þér þessi laun, Þeir gera svo tilboð, þeir segjast koma aftur að ári þegar eitt ár er eftir af samningi. Ef það virkar ekki þá láta þeir vita að þeir taki leikmanninn frítt.“

„Svona gerðu þeir þetta þegar þeir tóku Kylian Mbappe.“

Getty Images

Wenger segir að samtalið við Trent hafi byrjað fyrir löngu. „Það er svo langt síðan að Real byrjaði að tala við Trent.“

Trent hefur haldið því fram að hann hafi nýlega tekið ákvörðun en Wenger segir það af og frá. „Þetta gefur Liverpool tíma til að finna annan varnarmann, það verður erfitt að fylla skarð hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Í gær

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“