fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er farið að leggja meira kapp á samningaviðræður við William Saliba vegna áhuga Real Madrid á leikmanninum.

Þetta kemur fram í blaðinu L’Equipe í heimalandi kappans, Frakklandi, en Saliba hefur verið mikið orðaður við Real Madrid undanfarið.

Samningur miðvarðarins rennur út eftir tvö ár og er Real Madrid þekkt fyrir að sækja leikmenn þegar stutt er eftir af samningi þeirra, eða þá að fá þá frítt þegar þeir renna út.

Arsenal vill alls ekki missa Saliba, sem er algjör lykilmaður í liðinu, og er talið að það myndi kosta um 85 milljónir punda, ef félagið er til í það á annað borð.

Andrea Berta tók nýverið við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, en hann starfaði áður lengi hjá nágrönnum Real Madrid í Atletico Madrid.

Þekkir hann taktík félagsins því vel á leikmannamarkaðnum og vill forðast það að forráðamenn þess komist inn í hausinn á Saliba og taki hann svo ódýrt eftir ár eða frítt árið eftir.

Því er það í algjörum forgangi hjá Arsenal að semja við Saliba sem fyrst, en viðræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Missir af EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Í gær

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Yrði mikið áfall fyrir Chelsea

Ofurtölvan stokkar spilin – Yrði mikið áfall fyrir Chelsea
433Sport
Í gær

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“