Federico Chiesa er greinilega með gott skopskyn en hann setti like við færslu þar sem gert er góðlátlegt grín að honum á dögunum.
Chiesa gekk í raðir Liverpool síðasta sumar, en hann var sá eini sem var fenginn til félagsins á þessari leiktíð. Þrátt fyrir litla virkni á félagaskiptamarkaðnum varð liðið enskur meistari á dögunum, fjórum umferðum fyrir lok ensku úrvalsdeildarinnar.
Hinn 27 ára gamli Chiesa hefur mikið glímt við meiðsli á leiktíðinni og aðeins komið við sögu í 13 leikjum, þar af 5 í deildinni.
Netverjar ákváðu að slá á létta strengi, notuðust þeir við mynd úr gamanþáttunum The Office og stóð: Federico Chiesea að taka á móti verðlaununum fyrir að vera kaup tímabilsins á lokahófinu.
Hafði Chiesea klárlega gaman að þessu og setti like við færsluna. Glöggir tóku eftir þessu og hafa hrósað kappanum fyrir athæfið.