Cristiano Ronaldo Jr hefur verið kallaður inn í U15 ára landslið Portúgals og mun þar mæta Englandi í sínum fyrsta landsleik.
Faðir hans er stoltur. „Stoltur af þér strákur,“ segir hinn fertugi Cristiano um son sinn.
Ronaldo Jr. leikur með Al-Nassr líkt og faðir sinn en hann var áður í unglingaliðum Juventus og Manchester United.
Ronaldo sjálfur segist ekki setja neina pressu á hann. „Það er enginn pressa frá mér, hann velur sér sjálfur þá leið sem hann vill fara í lífinu,“ sagði Ronaldo eitt sinn.
Ronaldo er sjálfur áfram í fullu fjöri með landsliði Portúgals og virðist stefna á að fara á HM á næsta ári þá 41 árs gamall.