fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“

433
Miðvikudaginn 7. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Aftureldingar minnist Guðjóns Ármanns Guðjónssonar á samfélagsmiðlum sínum, Guðjón var sjálfboðaliði fyrir félagið í mörg ár.

Guðjóns var minnst fyrir leik liðsins gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudag, þar vann Afturelding frækinn 3-0 sigur og var sigurinn tileinnkaður Guðjóni.

Guðjón lést 49 ára gamall. „Í sigurleik Aftureldingar á Stjörnunni í gærkvöldi spiluðu leikmenn Aftureldingar með sorgarbönd til að minnast Guðjóns Ármanns Guðjónssonar. Guðjón var öflugur sjálfboðaliði knattspyrnudeildar Aftureldingar og foreldri hjá félaginu en hann féll frá í síðustu viku, allt of snemma,“ segir í færslu frá Afturelding.

Guðjón var alltaf boðinn og búinn til þess að hjálpa félaginu. „Fyrir leikinn á Malbikstöðinni að Varmá í gærkvöldi klöppuðu þátttakendur leiksins og áhorfendur fyrir Guðjóni í eina mínútu til að heiðra minningu hans. Guðjón var einn af þeim sem var alltaf klár þegar á þurfti að halda, alveg sama hvert tilefnið var. Skipuleggja heimaleiki, standa í gæslu, safna styrktar- og samstarfsaðilum, eða halda utan um herrakvöld. Gaui var alltaf mættur og klár. Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu til að styrkja knattspyrnulið Aftureldingar og byggja þannig upp fótboltann í Aftureldingu.“

Félagið hefur nú kvatt góðan sjálfboðaliða og segir að lokum. „Aftureldingar fjölskyldan hefur kvatt einn af sínum bestu mönnum. Afturelding sendir fjölskyldu og vinum Guðjóns innilegar samúðarkveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Í gær

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“