Það verður barist til síðasta blóðdropa í París í kvöld þegar PSG tekur á móti Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Þeir frönsku sóttu 1-0 sigur í London í síðustu viku og hafa því góða stöðu fyrir síðari leikinn.
Arsenal hefur hins vegar sannað ágæti sitt í Meistaradeildini í vetur og sýnt að liðið getur svo sannarlega unnið frækna sigra.
Búist er við hörkuleik í kvöld og svona eru líkleg byrjunarlið.
PSG XI (4-3-3): Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Nuno Mendes; Vitinha, Fabian Ruiz, Joao Neves; Kvaratskhelia, Dembele, Doue
Arsenal XI (4-3-3): Raya; Timber, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly; Odegaard, Partey, Rice; Saka, Merino, Martinelli