fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Ingi Kristinsson sóknarmaður Breiðabliks hefur á síðustu mánuðum gengið í gegnum ýmislegt. Síðasta haust átti hann stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari.

Eftir tímabilið var ákveðið að senda Kristófer í aðgerð á ökklum og átti það bataferli að vera eðlilegt. Hann lenti hins vegar í því að fá sýkingu og varl lagður inn á gjörgæslu.

Kristófer mætti aftur á völlinn á mánudag og reyndist hetja Breiðabliks í 3-3 jafntefli gegn KR, jafnaði hann leikinn undir restina.

„Ég fór í aðgerð á báðum ökklum í haust eftir síðasta tímabil og í janúar lenti ég síðan upp úr engu í því óhappi að fá heiftarlega streptakokka sýkingu í ökklann þar sem ég endaði á því að verða fárveikur,“ skrifar Kristófer á Facebook.

„Ég var lagður inn á gjörgæslu í eina viku þar sem að mikil óvissa ríkti vegna þess að sýkingin var búin að dreifa sér inn í ökklann og bólgumörk í blóði orðin mjög há þar sem ég var kominn með blóðsýkingu.“

Verr hefði getað farið en Kristófer fór nógu tímalega til læknis til að bjarga málunum. „Sem betur fer fór ég nógu tímanlega á spítalann þannig að sýklalyfin náðu að snúa hlutunum við og komu í veg fyrir enn frekari vandamál. Eftir það hófst langt endurheimtar ferli þar sem hlutirnir voru teknir frá degi til dags í von eftir því besta. Í gær tókst mér að komast aftur á völlinn eftir mikla vinnu og er ég gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning og hjálp sem ég hef fengið í gegnum þessa vegferð. Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu og er þessi lífsreynsla mjög mikill “eye opener” fyrir mig og hvað maður má vera þakklátur fyrir heilsuna og þeim forréttindum sem fylgja henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Í gær

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“