Það virðist hafa verið gleði og glaumur í búningsklefa FC Bayern um helgina miðað við myndbönd sem Tuva Hansen leikmaður liðsins hefur birt.
Þar sést Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði liðsins taka virkan þátt í gleðinni.
Leikmenn Bayern koma þar saman og syngja og dansa eftir sigur og að hafa orðið þýskur meistari.
@tuvahansen6 You can’t get more than 3 points per game @FCBayernWomen #fyp ♬ original sound – Tuva Hansen
Bayern hefur haft nokkra yfirburði í þýska boltanum í vetur og Glódís líkt og undanfarin ár verið einn besti leikmaður liðsins.
Tuva birti nokkur skemmtileg myndbönd úr klefanum sem sjá má hér að ofan og neðan.
@tuvahansen6 Part 2 (hmu if you need a tutorial) #fyp @carosimon ♬ original sound – Tuva Hansen