Ethan Ampadu fyrirliði Leeds var í mesta stuðinu þegar liðið keyrði um borgina í gær og fagnaði þar sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Leeds vann Championship deildina á markatölu en liðið náði í 100 stig í vetur líkt og Burnley.
Ethan Ampadu tók lagið með stuðningsmönnum og söng þar meðal annars um Wilfried Gnonto leikmann liðsins.
Í lagin var sungið um að Gnonto elskaði spaghettí og að hann væri hanginn eins og hestur. „Hann er það svo sannarlega,“ sagði Ethan Ampadu þegar laginu lauk.
Höfðu flesir ansi gaman af þessu eins og sjá má hér að neðan.
🤣 This kid is getting a club fine, but who cares pic.twitter.com/rkAo3jHYcX
— Leeds, That! 🏆 (@leedsthat) May 5, 2025