Manchester United er tilbúið að selja Alejandro Garnacho í sumar en félagið skoðaði það einnig í janúar að losa hann.
Enskir miðlar sögðu frá því í janúar að Chelsea hefði þá reynt að kaupa hann.
Ensk blöð segja að áhugi Chelsea sé enn til staðar og að United sé tilbúið að selja.
Mirror segir að United vilji 65 milljónir punda fyrir Garnacho og að Chelsea hafi fengið að vita af því.
Ruben Amorim stjóri United er sagður vilja fá inn aðra menn og að losa Garnacho gæti búið til pláss.