Diario Sport á Spáni segir að umboðsmaður Trent Alexander-Arnold hafi haft samband við Barcelona á dögunum og kannað áhuga félagsins.
Segir í fréttinni að Barcelona hafi ekki viljað ganga jafn langt og Real Madrid þegar kemur að launapakka fyrir Trent.
Trent hefur ákveðið að fara frítt frá Liverpool í sumar og staðfesti þær fregnir í gær.
Trent mun ganga í raðir Real Madrid á næstu vikum en Barcelona taldi það ekki þess virði að keppa við Real Madrid um Trent.
Trent er einn besti hægri bakvörður fótboltans en hann hefur allan sinn feril spilað með Liverpool en fer nú á vit ævintýranna.