Al-Hilal er í stjóraleit eftir brottför Jorge Jesus og eru stór nöfn á blaði fyrir sumarið. Talksport fjallar um málið.
Al-Hilal er eitt stærsta félag Sádi-Arabíu og með menn eins og Aleksandar Mitrovic, Joao Cancelo, Ruben Neves og Kalidou Koulibaly innanborðs.
Það kemur því ekkert annað til greina en að ráða alvöru nafn í stjórastólinn og eru Marco Silva og Nuno Espirito Santos, sem hafa gert góða hluti með Fulham og Nottingham Forest, á blaði.
Þá er knattspyrnugoðsögnin Jose Mourinho sagður vera þar einnig. Hann er stjóri Fenerbahce í dag.