Íslenska landsliðskonan Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin markvörður tímabilsins í Serie A á Ítalíu.
Cecilía, sem er 21 árs gömul, er á láni hjá Inter frá Bayern Munchen, en hún hefur 22 leiki á tímabilinu og haldið hreinu níu sinnum.
Inter er í öðru sæti þegar einni umferð er ólokið í Serie A, en getur ekki náð toppliði Juventus.
Eftir það snýr Cecilía aftur til Bayern, þar sem hún hefur verið síðan 2022. Hún hefur einnig leikið með Everton og Örebro í atvinnumennsku. Þá á hún að baki 17 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
𝐌𝐕𝐏 Serie A Femminile eBay ⭐️🏆
𝗦𝗧𝗔𝗚𝗜𝗢𝗡𝗘 𝟮𝟬𝟮𝟰-𝟮𝟬𝟮𝟱 🗓️
Cecilia Rúnarsdóttir, miglior portiere 👏#SerieAfemminile eBay 🇮🇹 pic.twitter.com/7zy1Qs0aqF
— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) May 5, 2025