Tom Cleverley var rekinn sem stjóri Watford eftir helgina en hann hafði stýrt liðinu í rúmt ár. Cleverley var áður leikmaður liðsins.
Cleverley ólst upp hjá Manchester United en Watford leikur í Championship deildinni.
Liðið byrjaði tímabilið vel en eftir áramót hallaði undan fæti og ákvað Gino Pozzo eigandi félagsins að reka hann.
Eigandi Watford tók yfir félagið árið 2012 en síðan þá hefur hann rekið 21 stjóra.
Pozzo er þekktur fyrir að gera kröfur en kannski helst til of miklar miðað við stjóraveltuna.