fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

433
Þriðjudaginn 6. maí 2025 07:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valsmenn fengu að kenna á því í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, en þar var 3-0 tap liðsins gegn FH á sunnudag gert upp.

FH vann leikinn sannfærandi og þótti meðlimum þáttarins ekki mikið til Vals koma í leikum. Hlíðarendaliðið er þá aðeins með 6 stig eftir fimm umferðir í Bestu deild karla.

Upplegg Vals undir stjórn Túfa, sem tók við um mitt tímabil í fyrra af Arnari Grétarsyni, var gagnrýnt harðlega. Einhverjir telja að hann eigi að leggja meiri áherslu á að sækja upp kantana.

Túfa, þjálfari Vals.

„Þetta bakvarðadæmi og vængspil, sem þeir hafa svolítið gert út á síðustu ár, er bara ekki til í dag. Tryggvi Hrafn er lost vinstra megin og Jónatan fann sig ekki,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson og hélt áfram.

„Ég verð að setja spurningamerki við þessa tvo útlendinga (Marius Lundemo og Markus Nakkim), sem eru væntanlega rándýrir. Það er ekkert að gerast. Aron Jó, Lúkas Logi, enginn er að taka hlaup inn fyrir og mér fannst eins og þeir séu í skemmtiskokki í Reykjavíkurmaraþoninu.“

Viktor Unnar Illugason, sem var í þjálfarateymi Vals í fyrra, var einnig í þættinum. „Það er allt í lagi að geta brotið leikinn upp. Þeir eru með bakverði sem geta tekið utan á hlaup, í Sigurði Agli til að mynda,“ sagði hann.

Kristján Óli sagði þá að frá því að fyrrum þjálfarinn, Arnar, hafi einmitt verið í Kaplakrika á sunnudag og var hann ekki hrifinn af sínu fyrrum liði.

„Ég sat með Arnari Grétarssyni, fyrrum þjálfara Vals, í stúkunni í gær og hann hristi hausinn ansi oft. Hann átti ekki orð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru möguleikar Antony í sumar – United búið að smella á hann verðmiða

Þetta eru möguleikar Antony í sumar – United búið að smella á hann verðmiða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gestir gáttaðir yfir verðlaginu í Laugardalnum – „Þetta er út í hött“

Gestir gáttaðir yfir verðlaginu í Laugardalnum – „Þetta er út í hött“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Real Madrid litið út með Trent

Svona gæti byrjunarlið Real Madrid litið út með Trent
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Í gær

Ætla að byggja 1400 íbúðir merktar knattspyrnufélagi

Ætla að byggja 1400 íbúðir merktar knattspyrnufélagi
433Sport
Í gær

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“