Victor Osimhen er opinn fyrir því að ganga í raðir Manchester United í sumar. Foot Mercato segir frá þessu.
Nígerski framherjinn hefur farið á kostum með Galatasaray á þessari leiktíð. Hann er þar á láni frá Napoli en að öllum líkindum spilar hann á hvorugum staðnum næsta sumar.
Önnur félög horfa því til hans og þar á meðal er United, sem er í framherjaleit fyrir sumarið.
Félagið sem vill Osimhen í sumar þarf að reiða fram um 65 milljónir punda.
United mun líklega losa sig við aðra menn í staðinn, má þar til að mynda nefna framherjann Rasmus Hojlund, sem hefur engan veginn heillað á Old Trafford.