fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Haft augastað á Bruno Fernandes í tvö ár – Tekst þeim að landa honum í sumar?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur gríðarlega mikinn áhuga á að fá Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, í sumar.

Fernandes hefur, eins og oft áður, verið ljós punktur í slöku United liði á þessari leiktíð og er hann algjör lykilhlekkur á Old Trafford.

Það er nóg til í Sádí, eins og sést hefur á félagaskiptamarkaðnum undanfarin ár, og samkvæmt Fabrizio Romano er Portúgalinn efstur á óskalista Al-Hilal.

Hefur félagið haft augastað á Fernandes í tvö ár en engar viðræður hafa farið fram. United hefur augljóslega lítinn áhuga á að selja Fernandes, sem er samningsbundinn við félagið í tvö ár til viðbótar.

United er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en getur að einhverju leyti bjargað tímabilinu með því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn.

Al-Hilal er eitt stærsta félag Sádi-Arabíu og með menn eins og Aleksandar Mitrovic, Joao Cancelo, Ruben Neves og Kalidou Koulibaly innanborðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool þurfi að styrkja þessar þrjár stöður í sumar

Liverpool þurfi að styrkja þessar þrjár stöður í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United horfir til Mbeumo

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid
433Sport
Í gær

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool
433Sport
Í gær

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum
433Sport
Í gær

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar