fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 21:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter er komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlega endurkomu og dramatík gegn Barcelona í kvöld.

Heimamenn í Inter voru í gír í fyrri hálfleik þar sem Lautaro Martinez og Hakan Çalhanoğlu sáu um að skora mörkin.

Heimamenn í góðri stöðu eftir 3-3 jafntefli liðanna í fyrri leiknum.

Börsungar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að gefast upp og það sást í síðari hálfleik. Eric Garcia lagaði stöðuna áður en Dani Olmo jafnaði eftir klukkutíma leik.

Það var svo Raphinha á 88 mínútu sem kom Barcelona í 2-3 og allt stefndi í að spænski risinn færi áfram. Það var hinn 37 ára gamli Fransesco Acerbi sem tók það ekki í mál og jafnaði hann 3-3 á 95 mínútu.

Staðan samanlögð 6-6 og ljóst var að framlengja þurfti leikinn, þar var það Davide Frattesi sem tryggði Inter sigurinn með góðu marki. Yann Sommer markvörður INter varði á köflum stórkostlega og reyndist hetja liðsins.

Inter vann samanlagt 7-6 og mætir PSG eða Arsenal í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vandræðalegt fyrir Carragher – Gagnrýndi fólk fyrir að gera nákvæmlega það sama og hann hefur gjarnan gert

Vandræðalegt fyrir Carragher – Gagnrýndi fólk fyrir að gera nákvæmlega það sama og hann hefur gjarnan gert