SÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ hafa boðað til málþings miðvikudaginn 7. maí kl. 17–19 í veislusal KSÍ á 3. hæð.
Af vef KSÍ:
Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Er það jákvætt eða neikvætt? Hver eru áhrifin? Á íþróttahreyfinguna? Á samfélagið? Við setjum hlutina í samhengi og kynnum mikilvægar upplýsingar.
Málþingið er sérstaklega ætlað íþróttahreyfingunni á Íslandi. Við hvetjum starfsfólk íþróttafélaga, stjórnarfólk, þjálfara, leikmenn, dómara, sjálfboðaliða og aðra áhugasama til að mæta og kynna sér þetta mikilvæga mál.
Nánari dagskrá er væntanleg.