Manchester United vill fá um 34 milljónir punda fyrir Antony í sumar, en hann er eftirsóttur af félögum á Spáni samkvæmt þarlendum miðlum.
Antony hefur tekist að kveikja í ferli sínum á ný eftir að hann var lánaður til Real Betis í janúar, en hann hafði lítið sem ekkert getað frá því United keypti hann á 85 milljónir punda sumarið 2022.
Það er nokkuð ljóst að brasilíski kantmaðurinn spilar ekki á Old Trafford á næstu leiktíð. Betis vill halda honum hjá sér og þá vill Atletico Madrid kaupa hann.
Betis hefur hins vegar að öllum líkindum ekki efni á að kaupa Antony. Þá þarf að koma í ljós hvort Atletico sé til í að greiða uppsett verð.
Gerist það hins vegar ekki má búast við að United láni Antony á ný á næstu leiktíð. Það myndi styrkja stöðu Betis í baráttunni um að fá hann.