FC Bayern varð þýskur meistari í gær þegar Bayer Leverkusen gerði jafntefli, leikmenn Bayern komu saman og fögnuðu dátt.
Harry Kane framherji liðsins fagnaði líklega manna mest en hann var að vinna sinn fyrsta bikar á ferlinum.
Kane er á sínu öðru ári hjá Bayern en það var litið á það sem stórslys þegar liðið vann ekki deildina í fyrra.
Kane fór til Bayern til að vinna titla og hefur nú tekist að klára þann stóra í Þýskalandi.
Fögnuð hans má sjá hér að neðan.
We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU
— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025