Arsenal og Thomas Partey hafa hafið viðræður um nýjan samning miðjumannsins.
Samningur hins 31 árs gamla Partey er að renna út á næstu dögum en eru báðir aðilar opnir fyrir því að halda samstarfinu áfram.
Arsenal er að missa annan miðjumann, Jorginho, sem einnig verður samningslaus. Martin Zubimendi er hins vegar á leiðinni frá Real Sociedad.
Partey gekk í raðir Arsenal árið 2020 og hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu síðan.
🚨🔴⚪️ Arsenal plans for midfield are confirmed after Jorginho’s exit: Martin Zubimendi will formally complete his €60m move soon with medical/signature, here we go confirmed.
Negotiations also underway for Thomas Partey’s new deal. pic.twitter.com/49FQ6LzZT4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2025