Liverpool goðsögnin Willie Stevenson er látinn, 85 ára gamall.
Stevenson lék 241 leik fyrir Liverpool á sínum tíma og var mikilvægur hlekkur í Englandsmeistaraliðum 1964 og 1966.
Kveðjum hefur rignt inn síðan staðfest var um andlát Stevenson. Er honum lýst sem algjörum eðalmanni af öllum þeim sem komust í tæri við hann.
Stevenson lék einnig með liðum eins og Rangers og Stoke. Skellti hann sér einnig til Kanada um stutt skeið og lék með Vancouver Whitecaps.