Raffaele Palladino er að hætta sem stjóri Fiorentina eftir eitt ár í starfi.
Palladino tók við starfinu í fyrra og fékk til að mynda Albert Guðmundsson á láni frá Genoa. Enn á eftir að koma í ljós hvort íslenski landsliðsmaðurinn verði áfram.
Undir stjórn Palladino hafnaði Fiorentina í 6. sæti Serie A og tryggði Sambandsdeildarsæti fjórða árið í röð.