fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Sjáðu upptöku af tryllingslegri hegðun Baldvins sem hlaut þunga refsingu – „Eruði í alvöru þroskaheftir? Mig langar að lemja þig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. maí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, var í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir hegðun sína í síðasta leik gegn Magna. Uppákoman er til á upptöku, sem má sjá hér neðar.

Baldvin fékk tvö gul spjöld í leiknum og þar með rautt. Lét hann í kjölfarið ljót ummæli falla, bæði yfir leiknum og eftir hann. Árbær fékk þá 85 þúsund króna sekt vegna brottrekstr­ar hans og fjölda refsistiga sem liðið vann sér inn í leikn­um.

Baldvin gaf út yfirlýsingu vegna málsins. Þar harmar hann hegðun sína en gagnrýnir jafnframt dómarateymið fyrir aðdragandann að seinna spjaldinu og segir þá fara með ósannindi. Gagnrýnir hann sérstaklega aðstoðardómara 1 í leiknum, Elías Baldvinsson.

Meira
Baldvin harmar hegðun sína en hjólar í dómarateymið – „Þeir hreinlega klóra yfir sínar ömurlegu ákvarðanir með lygum“

Þegar upptakan hefst virðist Baldvin vera að ræða við leikmann sinn. Þá strax var greinilega mikill hiti í leiknum, en Baldur Páll Sævarsson í liði Árbæjar hafði skömmu áður fengið sitt annað gula spjald.

„Má ég fokking tala við leikmanninn minn?“ spurði Baldvin Elías áður en hann sagði mönnum á varamannabekk sínum að þegja, ansi snaggaralega, að beiðni aðstoðardómarans eftir því sem þjálfarinn segir í yfirlýsingu sinni. Síðan fékk hann reisupassann.

„Eruði steiktir? Ertu að gefa mér rautt spjald fyrir að segja þeim að þegja?“ öskraði Baldvin þá. „Nei, fyrir að koma í andlitið á mér öskrandi,“ sagði dómarinn þá.

„Þú komst í andlitið á mér!“ sagði Baldvin þá og hélt áfram. „Eruði í alvörunni þroskaheftir?“ Viðhafði þjálfarinn fleiri ansi ljót ummæli. „Mig langar í alvöru að lemja þig!“ sagði hann til að mynda.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan, en þess má geta að leikurinn var liður í 3. deild karla og lauk honum með 2-3 sigri Magna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá efnilegasti fáanlegur fyrir einn milljarð evra

Sá efnilegasti fáanlegur fyrir einn milljarð evra
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfestir að United gæti fengið sinn mann til baka í sumar

Staðfestir að United gæti fengið sinn mann til baka í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Missir af landsleik Íslands – Útskrifast úr háskólanum sem Trump er illa við

Missir af landsleik Íslands – Útskrifast úr háskólanum sem Trump er illa við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir upp störfum og er sagður ætla að flytja til Dubai

Segir upp störfum og er sagður ætla að flytja til Dubai
433Sport
Í gær

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Í gær

Þyrftu að greiða Víkingi 2,5 milljónir fyrir einn leik

Þyrftu að greiða Víkingi 2,5 milljónir fyrir einn leik