Liverpool er á eftir Hugo Ekitike, framherja Frankfurt, og hafa viðræður átt sér stað. Sky í Þýskalandi segir frá þessu.
Frakkinn átti frábært tímabil með Frankfurt, þangað sem hann var keyptur frá Paris Saint-Germain í fyrra.
Forráðamenn Liverpool vilja ólmir fá hann og eru viðræður milli allra aðila farnar af stað.
Ekitike verður hins vegar ekki ódýr, en Frankfurt hefur hingað til beðið um 100 milljónir evra fyrir hann.
Liverpool varð auðvitað enskur meistari á dögunum en greinilegt er að félagið vill bæta við sig framherja fyrir næstu leiktíð.