Það verður að teljast ansi líklegt að Jack Grealish yfirgefi Manchester City í sumar.
Hinn 29 ára gamli Grealish gekk í raðir City fyrir fjórum árum síðan frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda.
Þrátt fyrir að hafa raðað inn titlum á Etihad-leikvanginum hefur Grealish sjálfur ekki beint staðið undir þessum háa verðmiða.
Nú á hann tvö ár eftir af samningi sínum og City er sagt til í að losa hann fyrir 40 milljónir punda.
Newcastle er á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga en launakröfur hans gætu þó komið í veg fyrir að þeim takist að landa Grealish.