fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

433
Miðvikudaginn 28. maí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um áfengissölu á íþróttakappleikjum, hvort og hvernig eigi að framkvæma hana, hefur verið hávær undanfarin. Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður KSÍ, og Árni Guðmundsson, sérfræðingur í æskulýðsmálum við Háskóla Íslands, tókust á um þetta í Morgunútvarpi Rásar 2 í gær.

Umræðan í gær spratt upp frá umfjöllun Morgunblaðsins um sölu á áfengi á íþróttakappleikjum. Þar var haft eftir forsvarsmönnum íþróttafélaga að salan hafi ekki verið vandamál og að tekjurnar af henni skiluðu jafnvel meiru en miðasala á leiki. Þá kom einnig fram í umfjöllun blaðsins að upplifun stuðningsmanna hafi breyst til hins betra með sölu á áfengi.

„Íþróttahreyfingin er mjög sterk og stendur í forvörnum og slíku, áfengi getur aldrei verið hluti af því. Það er mjög mikið vandamál að Morgunblaðið segi þetta bara í góðu lagi,“ sagði Árni á Rás 2 í gær. Máni er honum ósammála og bendir á að æskulýðsstarf sé aðskilið meistaraflokkunum.

„Bjór og annað slíkt er seldur á öllum íþróttavöllum og íþróttahúsum í Evrópu. Fólk mætir á leiki, fær sér einn og pizzu eða hamborgara, og horfir á leikinn. En ég er alveg sammála að það þurfi að vera reglur í kringum þetta. Alls staðar í Evrópu eru reglur um hvar þetta fer fram og slíkt.“

Máni á son sem spilar í atvinnumennsku í Svíþjóð og hefur því góðan samanburð þaðan. „Viðmin varðandi hvenær þú telst drukkinn í Skandinavíu eru mun strangari. Þegar það er farið að sjá verulega á einhverjum og hann með vesen er honum umsvifalaust hent út.“

Árni segir engu máli skipta hvort um sé að ræða meistaraflokka eða yngri flokka. „Ég er aljgörlega ósammála Mána um að þetta sé tvennt ólíkt. Það er mjög mikið áhyggjuefni að íþróttir séu komnar í samkeppni við skemmtanabransann. Þeir sem vilja drekka áfengi hafa frábæra aðstöðu á pöbbum til að gera það. Íþróttahreyfingin getur ekki veifað forvörnum með annarri hendi og bjór með hinni.

Það voru dæmi um það á körfuboltanum í fyrra að foreldrar þyrftu að taka börnin sín úr þessu umhverfi. Þetta var eins og fertugsafmæli sem fór algjörlega úr böndunum. Íþróttahreyfingin getur ekki verið í þessum félagsskap,“ sagði hann. Máni segir líklegra til árangurs hafa söluna á bjór uppi við á leikjum í stað þess að menn drekki á öldurhúsum áður en þeir mæti.

„Árni er að biðja okkur um að fara í sama gamla farið, sem var verra. Það er það að stuðningsmenn fari saman á einhvern pöbb og helli sig blindfulla áður en þeir mæta á leikinn. Það er misskilning að allir séu blindfullir á einhverjum fótboltaleik. Það er verið að fá sér 1-2 öllara. Félögin kannast ekki við þetta sem Árni er að tala um.“

Máni bendir þá á að áfengi sé selt á öðrum viðburðum, til að mynda menningarviðburðum. „Meistaraflokksíþróttir eru afþreying. Fólk fer í leikhús með börnin sín þar sem er selt áfengi. Það er áfengi selt í Hörpunni, þangað mæta börn líka. Við hljótum þá að ætla að svipta alla golfskála landsins áfengisleyfi.

Þetta er ekki vandamál og það eru mörg önnur brýnni vandamál í íslensku samfélagi en þetta. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé seldur einn og einn bjór. Ég get alveg verið sammála því að það séu reglur um að þú farir ekki með áfengan bjór út á áhorfendapalla. Það er hægt að setja reglur, en að banna þetta er bara skrýtið.“

Árni segist hafa dæmi frá fyrstu hendi þar sem áfengissala á fótboltaleik var vandamál.

„Ég var á fótboltaleik á mánudag og þar var fólk á fjórðu eða fimmtu ferð sinn, var orðið svo dauðadrukkið að það hefði varla fengið að hanga inni á skemmtistað. Þarna var fullt af ungum börnum í kringum þetta allt saman.“

Máni gaf lítið fyrir þetta. „Það er verið að teikna upp vandamál sem er ekki til staðar. Eina forvörnin sem virkar er að búa til sterkan einstakling. Það er enginn krakki sem horfir upp í stúku og sér einhvern blindfullan og hugsar: Mig langar til að verða þessi gæi. Hann er að horfa inn á völlinn og langar til þess að vera knattspyrnumaður.“

Þegar minnst var á menninguna í kringum knattspyrnuleiki í Bretlandi sagði Máni það ekki æskilegan samanburð. „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar að finna versta samnefnarann. Af hverju eigum við að leita til Bretlands en ekki Skandinavíu, sem er okkur næst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ummæli Amorim vekja mikla athygli: ,,Kannski er það eitthvað sem við þurfum í öllum leikjum“

Ummæli Amorim vekja mikla athygli: ,,Kannski er það eitthvað sem við þurfum í öllum leikjum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Goðsögnin rekin eftir aðeins 15 leiki

Goðsögnin rekin eftir aðeins 15 leiki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var á góðum launum en hætti í vinnunni og byrjaði að selja nektarmyndbönd – Einn sá vinsælasti á meðal karlmanna

Var á góðum launum en hætti í vinnunni og byrjaði að selja nektarmyndbönd – Einn sá vinsælasti á meðal karlmanna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að United gæti fengið sinn mann til baka í sumar

Staðfestir að United gæti fengið sinn mann til baka í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Talinn vera einn sá besti en kveður líklega í sumar – Launakröfurnar of háar

Talinn vera einn sá besti en kveður líklega í sumar – Launakröfurnar of háar
433Sport
Í gær

Segir upp störfum og er sagður ætla að flytja til Dubai

Segir upp störfum og er sagður ætla að flytja til Dubai
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag