Lamine Yamal skrifaði í gær undir nýjan sex ára samning við Barcelona, sem gerir hann að einum launahæsta manni félagsins.
Yamal verður 18 ára í sumar en hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn sem einn besti leikmaður heims. Átti hann stóran þátt í að tryggja Börsungum Spánarmeistaratitilinn á dögunum.
Það var í algjörum forgangi hjá forráðamönnum Barcelona að Yamal skrifaði undir langtímasamning og það er nú í höfn.
Nýr samningur mun færa Yamal um 325 þúsund pund á viku, eða um 55 milljónir íslenskra króna.
Þá verður klásúla í samningi hans upp á um 840 milljónir punda, sem sennilega enginn hefur tök á að greiða.