Newcastle horfir til Dortmund nú þegar félagaskiptaglugginn fer senn að opna og hefur áhuga á tveimur leikmönnum liðsins.
Þannig horfir Newcastle til Jamie Gittens kantmanns félagsins sem er tvítugur að aldri.
Gittens er enskur og því gæti það heillað hann að halda heim á leið og spila fyrir Newcastle sem líklega verður í Meistaradeildinni.
Einnig er Newcastle sagt vilja fá Gregor Kobel markvörð Dortmund en Eddie Howe vill fá alvöru samkeppni við Nick Pope.
Pope hefur verið í meiðslabrasi og vill Howe sækja markvörð en James Trafford hjá Burnley hefur líka verið nefndur til sögunnar.