Telegraph segir að framtíð Rasmus Hojlund framherja Manchester United sé í lausu lofti, hann sé mögulega til sölu í sumar.
Ruben Amorim stjóri Manchester United veit að hann þarf að selja leikmenn til að fjármagna kaup sumarsins.
Búist er við að Jadon Sancho, Antony og Marcus Rashford verði allir seldir ef rétt verð fæst fyrir þá.
Hojlund er á sínu öðru tímabili með United en danski framherjinn hefur verið afar klaufalegur upp við mark andstæðinganna.
Telegraph segir að framtíð hans sé eitt af því sem félagið skoði nú en hann kostaði væna summu þegar hann kom frá Atalanta.