Dregið var í átta liða úrslit bikarsins bæði hjá körlum og konum, í kvennaflokki er slagur um Kópavog þar sem Breiðablik og HK mætast.
Þrír aðrir áhugaverðir leikir fara fram.
Magnús Már Einarsson og lærisveinar hans í Aftureldingu taka á móti Fram í karlaflokki. Valsarar heimsækja ÍBV.
Stjarnan fær Keflavík úr Lengjudeildinni og Vestri tekur á móti Þór.
Drátturinn í karlaflokki:
Afturelding – Fram
ÍBV – Valur
Stjarnan – Keflavík
Vestri – Þór
Drátturinn í kvennaflokki:
Valur – Þróttur
Þór/KA – FH
Breiðablik – HK
Tindastóll – ÍBV