Foreldrar Florian Wirtz og hann sjálfur funduðu með Manchester City í vikunni en eftir þann fund eru forráðamenn City efins um að hann komi.
Wirtz fer frá Bayer Leverkusen í sumar en forráðamenn City hafa fengið að vita það að samtalið við Bayern sé komið lengra.
Wirtz er magnaður miðjumaður sem Liverpool hefur einnig sýnt áhuga í sumar.
Fari svo að Wirtz komi ekki til City er félagið klárt með næsta skotmark, vill félagið fá Dani Olmo frá Barcelona.
Olmo er ekki lykilmaður hjá Hansi Flick og gæti því verið til sölu, spænski landsliðsmaðurinn er öflugur sóknarsinnaður miðjumaður.
Það er Bild í Þýskalandi sem fjallar um þetta en Olmo kom til Barcelona síðasta sumar frá RB Leipzig.