Lionel Messi var pirraður í 3-3 jafntefli Inter Miami gegn San Jose í gær.
Það hefur lítið gengið hjá Inter í undanförnum leikjum og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu sex.
Þá var Messi ósáttur við dómarann, Joe Dickerson, í leiknum í gær og þá sérstaklega þegar hann flautaði ekki á það sem Argentínumaðurinn taldi að væri aukaspyrna í leiknum.
Messi mótmælti og fékk gult spjald og var hugsanlega heppinn að fá ekki rautt. Það mátti heyra Dickerson spyrja hann: „Viltu spila áfram?“
Eftir leik ræddi Messi svo einnig við Dickerson, en myndband af þessu er hér að neðan.
الاسطورة غاضب من الحكم 🤬🤬🤬 pic.twitter.com/qHCHacNar2
— Messi World (@M10GOAT) May 15, 2025