Kona og karlmaður í Suður-Kóreu voru handtekin á dögunum, grunuð um að reyna að fjárkúga stórstjörnuna Heung-Min Son.
Son, sem er knattspyrnumaður á mála hjá Tottenham, hafði samband við lögreglu eftir að kona og karlmaður héldu því fram að hún væri ófrísk eftir leikmanninn.
Eru þau sökuð um að hafa heimtað pening frá Son gegn því að segja ekkert. Enginn fótur var fyrir þessu og lét Son því vita af atvikinu. Talið er að fólkið hafi viljað því sem jafngildir tugum milljóna króna frá kappanum.
Sjálfur hefur Son, sem er 32 ára gamall, aldrei verið giftur eða átt börn. Vill hann einbeita sér alfarið að knattspyrnuferlinum á meðan honum stendur.