fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. maí 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford stefnir á að vera áfram hjá Aston Villa á næstu leiktíð þrátt fyrir sterka orðróma um áhuga hans á að fara til Barcelona undanfarið.

Þetta kemur fram í breska blaðinu The Express, en enski sóknarmaðurinn er á láni hjá Villa frá Manchester United. Hann var algjörlega kominn út í kuldann hjá Ruben Amorim á Old Trafford.

Rashford hefur þó tekist að kveikja í ferli sínum á ný á Villa Park og er hann með fjögur mörk og sex stoðendingar í sautján leikjum eftir áramót.

Það er nánast útilokað að Rashford spili fyrir United á ný, en undanfarið hefur verið fjallað um að hann vilji helst fara til Barcelona.

Samkvæmt nýjustu fréttum vill hann þó vera áfram á Englandi og spila fyrir Villa, sem þyrfti þá líklega að kaupa hann í sumar.

Hindrun sem þarf að yfirstíga eru þó launamál Rashford, sem þénar 350 þúsund pund á viku í samningi sínum hjá United. Ljóst er að Villa getur ekki greitt honum svo há laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir