Vestri er komið í átta liða úrslit Bestu deildar karla eftir ansi magnaðan sigur á Breiðablik á útivelli í kvöld.
Gunnar Jónas Hauksson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og gestirnir 0-1 yfir í hálfleik.
Tobias Thomsen jafnaði fyrir heimamenn á 52 mínútu og áttu flestir von á því að Blikar myndu taka yfir.
Svo var ekki því þremur mínútum síðar var Daði Berg Jónsson búinn að koma gestunum aftur yfir.
Þar við sat og Íslandsmeistarar Breiðabliks úr leik en Vestri komið áfram. Vestri er með 13 stig í Bestu deildinni líkt og Breiðablik og frábært gengi þeirra teygir sig nú líka inn í bikarinn.