Inter Milan hefur mikinn áhuga á því að fá Joshua Zirkzee framherja Manchester United í sínar raðir í sumar. Corriere dello Sport segir frá.
Zirkzee kom til Manchester United síðasta sumar frá Bologna á Ítalíu þar sem hann átti góðu gengi að fagna.
Inter telur að Zirkzee geti fundið taktinn með því að koma aftur til Ítalíu í sumar.
Zirkzee er 23 ára gamall hollenskur framherji sem hefur ekki fundið taktinn sinn á Old Trafford.
Zirkzee er meiddur núna en honum hefur ekki tekist að reima á sig markaskóna á Old Trafford.