„Þetta tímabil hefur verið erfitt,“ segir Erling Haaland sóknarmaður Manchester City um tímabilið sem er senn á enda.
City er langt frá Liverpooæ í deildinni og datt nokkuð snemma úr Meistaradeild Evrópu.
City er hins vegar í úrslitum enska bikarsins og mætir liðið Crystal Palace á Wembley um helgina.
„Það er ekki gaman að tapa svona mörgum leik, við verðum að enda tímabilið vel.“
„Við erum með úrslitaleik enska bikarsins til að keppa um sem er ágætt á annars ömurlegu tímabili.“
„Þetta hefur ekki verið nógu gott, við erum ekki að berjast um deildina eða Meistaradeildina. Það er ekki nógu gott fyrir lið eins og City.“
„Allir í leikmannahópi okkar hafa ekki spilað nógu vel, þegar þú spilar ekki vel þá vinnur þú ekki leiki í þessari erfiðu deild.“